Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari kvenna í hópfimleikum í fimmta skipti í röð eftir harða keppni við Gerplu. Stjörnuliðið fékk 52.750 stig. Þar á eftir kom Gerpla með 51.000 stig og í því þriðja lið Selfoss með 44.850 stig.
Stjarnan varð einnig Íslandsmeistari í gólfæfingum og dýnustökki og lið Gerplu varð Íslandsmeistari á trampólíni.
Í karlaflokki sigraði lið Stjörnunnar með 49.250 stig og liðið varð einnig Íslandsmeistari á öllum þremur áhöldunum.
Í flokki blandaðra liða sigraði Höttur með einkunnina 40.275 stig og varð einnig Íslandsmeistari á öllum áhöldum.