Var stillt upp við vegg af skólalækninum

„Ég stundaði nám við Konunglega sænska ballettskólann á þessum tíma,“ sagði karatekonan og dansarinn Helga Kristín Ingólfsdóttir í Dagmálum.

Helga Kristín, sem er 27 ára gömul, greindist með átröskun árið 2015 en sama ár flutti hún til Svíþjóðar eftir að hafa farið í meðferð við sjúkdómnum á Hvítabandinu á Landsspítalanum

„Það starfaði þarna læknir á vegum skólans og ég fór stundum í skoðun til hennar,“ sagði Helga Kristín.

„Ég gleymi því ekki þegar að ég var kölluð inn til hennar eftir að einhverjir kennarar höfðu talað um það við hana að ég væri að léttast. Hún stillti mér eiginlega upp við vegg og tjáði mér það að ef ég myndi ekki laga þetta þá yrði ég send heim.

Ég er ekki endilega á þeirri skoðun að það hafi verið rétt ákvörðun því stillir ekki veikum einstaklingi svona upp við vegg. Á endanum hentaði það mínum karakter að hafa verið stillt svona upp vegg,“ sagði Helga Kristín meðal annars.

Viðtalið við Helgu Kristínu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert