Afturelding vann í kvöld 3:0-heimasigur á KA í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í blaki. Staðan í einvíginu er nú 1:1, en þrjá sigra þarf til að verða meistari.
Afturelding vann allar þrjár hrinurnar nokkuð naumlega, en fyrstu tvær enduðu 25:21 og sú þriðja 25:19.
Paula del Olmo skoraði átta stig fyrir KA á meðan Valdís Unnur Einarsdóttir var stigahæst hjá Aftureldingu með 17 stig.
Þriðji leikur liðanna fer fram á Akureyri næstkomandi sunnudag.