Alþjóðafimleikasambandið tilkynnti dag að þau Thelma Aðalsteinsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Valgarð Reinhardsson hafi tryggt sér fjölþrautasæti á heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum.
Frábær árangur á Evrópumótinu sem haldið var í Antaly í Tyrklandi í apríl tryggði þeim fjölþrautarsætin. Það er einnig ljóst að Dagur Kári Ólafsson er fyrsti varamaður inn á HM.
Fulltrúar Íslands á HM í Antwerp í Belgíu frá 30. september til 8. október eru því þrír, en gætu orðið fjórir.