Elísabet bætti Íslandsmetið

Elísabet stolt með nýja Íslandsmetið.
Elísabet stolt með nýja Íslandsmetið. Ljósmynd/Texas State

Elísabet Rut Rúnarsdóttir bætti í kvöld eigið Íslandsmet í sleggjukasti er hún keppti á svæðismeistaramóti bandarískra háskóla í Myrtle Beach í Suður-Karólínu.

Elísabet kastaði 65,53 metra í fimmtu umferð og tryggði sér í leiðinni sigurinn og bætti eigið Íslandsmet um 18 sentímetra.

Íslandsmethafinn keppir fyrir Texas State-háskólann, en hún er ÍR-ingur að upplagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert