Hilmar fjórði í Nairóbí

Hilmar Örn Jónsson keppti í Nairóbí í gær.
Hilmar Örn Jónsson keppti í Nairóbí í gær. AFP/Andrej Isakovic

Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð fjórði í greininni á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti, Kip Keino Classic, sem fram fór í Nairóbí í Kenía í gær.

Hilmar kastaði 74,11 metra en tæplega þriggja ára gamalt Íslandsmet hans í greininni er 77,10 metrar.

Wojciech Nowicki frá Póllandi sigraði en hann kastaði 79,78 metra. Ethan Katzberg frá Kanada varð annar með 76,38 metra og Donát Varga frá Ungverjalandi varð þriðji með 74,12 metra. Kastaði hann einum sentímetra lengra en Hilmar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert