Hætt við Ítalíukappaksturinn vegna flóða

Flóð eru víða á Ítalíu vegna gífurlegrar rigningar undanfarið.
Flóð eru víða á Ítalíu vegna gífurlegrar rigningar undanfarið. AFP

Bæjaryfirvöld í Imola á Ítalíu hafa ásamt forsvarsmönnum Formúlu 1 ákveðið að hætta við Emilia Romagna-kappaksturinn sem átti að fara fram um næstu helgi, vegna mikilla flóða á svæðinu.

Niðurstaðan eftir viðræður þeirra á milli var sú að ekki væri unnt að tryggja að kappaksturinn gæti farið fram með öruggum hætti.

Auk þess hafi bæjaryfirvöld og forsvarsmenn Formúlunnar viljað trufla neyðaraðgerðir björgunarsveita á svæðinu.

Í yfirlýsingu frá Formúlu 1 segir að það að hætta við kappaksturinn hafi verið það eina rétta í stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert