Þær sigurstranglegustu keppa ekki á heimsleikunum

Tia-Clair Toomey hefur fagnað sigri á heimsleikunum undanfarin sex ár.
Tia-Clair Toomey hefur fagnað sigri á heimsleikunum undanfarin sex ár. Ljósmynd/CrossFit Inc.

Crossfitkonan Mallory O'Brien verður ekki á meðal keppenda á heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst.

Þetta tilkynnti hún í samtali við The Morning Chalk Up í vikunni en O'Brien, sem er 19 ára gömul, hafnaði í öðru sæti á leikunum á síðasta ári.

Tia-Clair Toomey, sem vann leikana á síðasta ári og hefur unnið þá sex ár í röð, verður einnig fjarverandi á leikunum.

„Lífið snýst ekki bara um að vinna bikara og ná markmiðum sínum,“ sagði O'Brien í samtali við Morning Chalk Up.

„Þetta snýst um að finna jafnvægi, hlúa að sjálfum sér og njóta þeirra augnablika sem skipta mann mestu máli í lífinu,“ sagði O'Brien meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert