Stórmeistararnir Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson eru jafnir á toppnum á Íslandsmótinu í skák að lokinni fimmtu umferð sem fram fór í kvöld. Þeir hafa fjóra vinninga hvor um sig.
Guðmundur gerði jafntefli við Vigni Vatnar Stefánsson en Hannes vann Jóhann Ingvason sem var fjórða vinningsskák Hannesar í röð. Hann tapaði fyrir Guðmundi í fyrstu umferð.
Vignir og Hilmir Freyr Heimsson, sem vann Aleksandr Domalcuk-Jónasson, eru í 3.-4. sæti með 3½ vinning.
Sjötta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 15.