Þorleifur Þorleifsson hafnaði í 11. sæti í bakgarðshlaupi í Rettert í Þýskalandi um helgina en Þorleifur setti nýtt Íslandsmet í hlaupinu.
Í bakgarðshlaupi er hlaupinn 6,7 kílómetra langur hringur á hverjum klukkutíma þangað til keppendur gefast upp.
Alls hljóp Þorleifur 50 hringi, samtals 335 kílómetra, en Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 44 hringir.
Mari Järsk, sem átti Íslandsmetið, hljóp 34 hringi eða 227 kílómetra og hafnaði í fimmta sæti í kvennaflokki.