Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, vann sína áttundu skák í röð í níundu umferð Íslandsmótsins í skák sem kláraðist í kvöld. Hannes vann Íslandsmeistara síðustu tveggja ára, Hjörvar Stein Grétarsson. Sjálfur er Hannes þrettánfaldur Íslandsmeistari.
Skákin var spennandi en þrátt fyrir að vel virtist ganga hjá Hannesi til að byrja með varð næstum úr jafntefli vegna mistaka í kringum 40. leik.
Helsta keppinaut Hannesar, Guðmundi Kjartanssyni, tókst ekki að kreista fram sigur gegn yngsta keppanda mótsins Aleksandr Domalchuk-Jonasson og er því hálfum vinning á eftir. Þessu er greint frá í tilkynningu frá Skáksambandinu.
Baráttan um sigurinn er því talin verða á milli Hannesar og Guðmundar en Vignir Vatnar Stefánsson er hálfum vinning á eftir Guðmundi og mætir hannesi í lokaumferð mótsins.
Staðan er því eftirfarandi þegar níu umferðum af ellefu er lokið.
1. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v.
2. Guðmundur Kjartansson 7½ v.
3. Vignir Vatnar Stefánsson 7 v.
4. Hilmir Freyr Heimisson 6½ v
5.-7. AleksandrDomalchuk-Jonasson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson 4½ v.
8. LenkaPtácníková 3 v.
9.-11. Henrik Danielsen, Dagur Ragnarsson og Bragi Þorfinnsson 2½ v.
12. Jóhann Ingvason 1 v.
Tíunda umferð af ellefu fer fram á morgun klukkan 15.00 en mótinu lýkur á fimmtudag. Teflt er á Ásvöllum í Hafnarfirði og má nálgast upplýsingar um mótið á skak.is.