Tíunda og næstsíðasta umferð Íslandsmótsins í skák fór fram í kvöld. Hannes Hlífar Stefánsson er efstur eftir umferð dagsins líkt og í gær en annað sætir vermir nú Vignir Vatnar Stefánsson í stað Guðmundar Kjartanssonar. Vignir þótti ólíklegur til þess að ná öðru sæti eftir gærdaginn.
Hannes tapaði viðureign sinni við Jóhann Hjartarson sem er nú í fimmta sæti. Hannes hafði unnið átta skákir í röð fyrir umferð dagsins. Þá tapaði Guðmundur Kjartansson gegn Jóhanni Ingvarssyni. Vignir Vatnar Stefánsson sigraði svo að lokum Braga Þorfinnsson. Þetta kemur fram í tilkynningu Skáksambandsins.
Vignir og Hannes mætast því á morgun en sigurvegari viðureignarinnar verður Íslandsmeistari í skák árið 2023. Komi upp jafntefli verður aukakeppni um titilinn. Möguleiki er á þriggja manna aukakeppni hafi Guðmundur betur gegn Braga þar sem Guðmundur er aðeins hálfum vinning á eftir Hannesi og Vatnari.
Staðan fyrir morgundaginn er eftirfarandi:
1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Vignir Vatnar Stefánsson 8 v.
3. Guðmundur Kjartansson 7½.
4. Hilmir Freyr Heimisson 7 v.
5. Jóhann Hjartarson 5½ v.
6.-7. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v.
8. HenrikDanielsen 3½ v.
9.-10 Lenka Ptácníková og Dagur Ragnarsson 3 v.
11. Bragi Þorfinnsson 2½ v.
12. Jóhann Ingvason 2.
Teflt er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst lokaumferðin klukkan 13.00 á morgun.
Frekari upplýsingar um mótið má sjá á skak.is.