Íslenska liðið leikur til úrslita

Íslenska liðið í Lúxemborg.
Íslenska liðið í Lúxemborg. Ljósmynd/Blaksamband Lúxemborgar

Íslenska kvennalandsliðið í blaki leikur á morgun til úrslita á Smáþjóðamóti SCA sem haldið er í Lúxemborg.

Sex lið hófu leik á mótinu og byrjaði Íslandi í B-riðli, ásamt Norður-Írlandi og Skotlandi. Lúxemborg, Malta og Írland skipuðu A-riðil. 

Ísland vann öruggan 3:0-sigur á Norður-Írlandi í gær, en tapaði naumlega fyrir Skotlandi í öðrum leik. Fyrir vikið endaði Ísland í öðru sæti B-riðils og mætti Lúxemborg í undanúrslitum.

Þar vann Ísland 3:2 eftir æsispennandi leik, þar sem úrslitin réðust í oddahrinu. Með sigrinum tryggði liðið sér annan leik gegn Skotlandi, nú í úrslitum mótsins, en leikurinn fer fram klukkan 15:30 á morgun.

Íslenski hópurinn í Lúxemborg.
Íslenski hópurinn í Lúxemborg. Ljósmynd/Blaksamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert