Katrín Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti eftir aðra grein í undanúrslitamóti fyrir heimsleikana í CrossFit.
Katrín tekur þessa dagana þátt á sterku undanúrslitamóti sem fram fer í Pasadena í Bandaríkjunum. Keppt er í sjö greinum og munu tíu efstu konurnar vinna sér þáttökurétt á heimsleikunum í CrossFit.
Eftir fyrstu grein var Katrín í 9. sæti mótsins en góður árangur í annarri grein skilaði henni upp í 6. sæti. Katrín endaði greinina í 23. sæti af 60 keppendum.
Tveimur greinum er lokið og munu tvær greinar fara fram seinna í dag.