Hin 12 ára gamla Garima Nitinkumar Kalugade fagnaði sigri á Reykjavíkurmótinu í tennis sem fram fór á Víkingsvelli í Fossvogi og lauk í gær.
Garima hafði betur gegn Emilíu Eyva Thygesen í úrslitaleik í kvennaflokki, 7:5 og 6:3.
Í karlaflokki fagnaði Egill Sigurðsson sigri en hann lagði Raj K. Bonifacius í úrslitaleik, 6:3 og 6:4.
Irka Cacicedo Jaroszynska og Sigríður Sigurðardóttir fögnuðu sigri í tvíliðaleik kvenna og þeir Jonathan Wilkins og Thomas Beckers fóru með sigur af hólmi í tvíliðaleik karla.
Önnur úrslit á Reykjavíkurmótinu:
Mini Tennis liðakeppni - Víking
U10 liðakeppni - Víking
U12 einliðaleikur - Hildur Sóley Freysdóttir (Víking) og Juan Pablo Moreno Monsalve (Fjölnir)
U14 liðakeppni - HMR
U14 einliðaleikur - Riya Nitinkumar Kalugade (HMR)
U16 liðakeppni - Fjölnir
U16 einliðaleikur - Daniel Pozo (Fjölnir) og Saule Zukauskaite (Fjölnir)
U16 tvíliðaleikur - Garima og Emilía (Víking)
U18 liðakeppni - Víking
U18 einliðaleikur - Aleksandar Stojanovic (Víking) og Bryndís Rósa Armesto Nuevo (Fjölnir)
+30 kvenna liðakeppni - Fjölnir
+30 karlar liðakeppni - HMR
+30 einliðaleikur - Sigurbjartur Sturla Atlason (HMR)
+40 einliðaleikur - Ólafur Helgi Jónsson (Fjölnir)
+50 einliðaleikur - Hrólfur Sigurðsson (Fjölnir)