Fimmtán Íslendingar keppa til úrslita í sundkeppni Smáþjóðaleikanna síðar í dag en margir þeirra náðu góðum tímum í undanrásunum sem hófust á Möltu í morgun. Leikarnir voru settir í gærkvöld.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði bestum tíma allra í 100 metra skriðsundi kvenna, sem var 55,40 sekúndur, og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir var með næstbesta tímann, 57,50 sekúndur.
Eva Margrét Falsdóttir náði besta tímanum í 200 metra fjórsundi kvenna, 2:23,48 mínútur og Birnir Freyr Hálfdánarson var með besta tímann í 200 metra fjórsundi karla, 2:08,86 mínútur.
Auk þeirra keppa Símon Elías Statkevicius, Ýmir Sölvason, Birgitta Ingólfsdóttir, Veigar Hrafn Sigþórsson, Kristín Hákonardóttir, Aron Þór Jónsson, Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Bergur Fáfnir Bjarnason, Guðmundur Rafnsson, Freyja Birkisdóttir og Hólmar Grétarsson öll í úrslitum í sínum greinum síðar í dag.