Bætti 11 ára gamalt Íslandsmet

Snærfríður Sól Jórunnardóttir kom fyrst í mark á Möltu.
Snærfríður Sól Jórunnardóttir kom fyrst í mark á Möltu. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti 11 ára gamalt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi á Smáþjóðaleikunum á Möltu í dag.

Snæfríður Sól kom í mark á tímanum 4:20,16 mínútum og hlaut gullverðlaunin í greininni á Möltu.

Sigrún Sverrisdóttir átti gamla metið sem hafði staðið frá árinu 2012 þegar hún synti á tímanum 4:20,42 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert