Þrettán í úrslit á Möltu

Anton Sveinn McKee keppir á Smáþjóðaleikunum á Möltu í dag.
Anton Sveinn McKee keppir á Smáþjóðaleikunum á Möltu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrettán íslenskir keppendur taka þátt í úrslitum í sjö greinum á Smáþjóðaleikunum í sundi á Möltu í dag. Auk þess taka tvær boðsundssveitir þátt í 4x200 m skriðsundi karla og kvenna.

Í undanúrslitum í morgun bættu Hólmar Grétarsson og Katja Lilja Andriysdóttir sína bestu tíma.

Hólmar synti á tímanum 4:09,99 í 400 m skriðsundi, sem er nálægt aldursflokkametinu í greininni.

Katja Lilja synti 200 m bringusund á tímanum 2:43,53 og bætti tíma sinn þannig um rúma sekúndu.

Greinar og keppendur í úrslitum í dag: 

100 m baksund kvenna - Steingerður Hauksdóttir og Ylfa Lind Kristmannsdóttir

100 m baksund karla - Guðmundur Leó Rafnsson og Bergur Fáfnir Bjarnason

400 m skriðsund kvenna - Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Freyja Birkisdóttir

100 m flugsund kvenna - Vala Dís Cicero og Kristín Helga Hákonardóttir

100 m flugsund karla - Símon Elías Statkevicius

200 m bringusund kvenna - Eva Margrét Falsdóttir og Katja Lilja Andriysdóttir

200 m bringusund karla - Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur Einarsson

4x200 m skriðsund - boðsund Kvenna

4x200 m skriðsund - boðsund karla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert