Frábær lokadagur á Möltu

Íslenski hópurinn er að fara á kostum í Möltu.
Íslenski hópurinn er að fara á kostum í Möltu. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Sundkeppninni á Smáþjóðaleikunum lauk nú undir kvöldi með frábærum degi íslenska liðsins á Möltu.

Sundliðið vann sér inn tvö gull, 4 silfur og 4 brons í dag. Liðið vann einnig verðlaunakeppni leikanna með því að tryggja sér 31 verðlaun á leikunum, 10 gull, 11 silfur og 10 brons.

Snæfríður Sól Jórunnnardóttir vann sín fjórðu gullverðlaun á leikunum í 50m flugsundi kvenna og Anton Sveinn McKee sigraði í 400m fjórsundi en hann vann síðast 400m fjórsund á leikunum fyrir 10 árum.

Steingerður Hauksdóttir tryggði sér silfur í 50m baksundi, Birgitta Ingólfsdóttir synti til silfurs í 50m bringusundi, það gerði Snorri Dagur Einarsson einnig þegar hann synti á nýju unglingameti í 50m bringusundi. Hann synti á timanum 28;33, gamla metið var 28,53. Eva Margrét Falsdóttir vann silfur í 400m fjórsundi kvenna.

Daði Björnsson tryggði sér bronsverðlaun í 50m bringusundi og bætti tíma sinn þegar hann synti á 28,39.

Jóhann Elín Guðmundsdóttir nældi sér í bronsverðlaun í 50m flugsundi og Vala Dís Cicero tryggði sér bronsverðlaun í sömu grein og bætti tíma sinn um 7 sekúndur.

Freyja Birkisdóttir synti 1500m skriðsund og vann einnig bronsverðlaun í greininni. Eva Margrét Falsdóttir vann silfur í 400m fjórsundi kvenna

Að lokum setti Birnir Freyr Hálfdánarson nýtt unglingamet í 50m flugsundi og Hólmar Grétarsson setti nýtt aldursflokkamet þegar hann synti 1500m skriðsund og bætti tíma sinn um 13 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert