Besta kastið í ár skilaði sigrinum

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðni Valur Guðnason vann kringlukastið á frjálsíþróttaleikunum, Trond Mohn Games, í Ber­gen í Nor­egi í dag. 

Guðni kastaði lengst 63,83 metra sem skilaði sigrinum en það er hans besta kast á árinu. Næstlengst kastaði Bandaríkjamaðurinn Sam Mattis, 62,82 metra. 

Íslandsmet Guðna er 69,35 metrar og því enn langt í það hjá kappanum. 

Daníel Ingi Egilsson varð þriðji í langstökki, stökk 7,61 metra sem er hans besti árangur á ferlinum.

Irma Gunnarsdóttir varð fimmta í þrístökki, stökk 13,23 metra.

Hilmar Örn Jónsson varð sjötti í sleggjukasti, kastaði 72,79 metra.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð sjötta í 200 metra hlaupi á 24,05 sekúndum.

Mímir Sigurðsson varð áttundi í kringlukastinu, kastaði 53,23 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert