FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Bragi Kárasonar í 100 metra hlaupi á Trond Mohn Games, frjálsíþróttaleikunum, í Bergen í Noregi í dag.
Kolbeinn hljóp á 10,51 sekúndum og kom fjórði í mark, þar sem hann jafnaði jafnframt Íslandsmetið. Kolbeinn var aðeins 0,3 sekúndubrotum frá metinu í undanrásum í dag, og var því líklegur í úrslitahlaupinu.
Þetta verða að teljast góðar vikur fyrir FH-inginn en í síðustu viku bætti hann eigið met í 200 metra hlaupi er hann hljóp á 20,91 sekúndum. Þá bætti hann gamla met sitt um átta sekúndubrot.