Björgvin í fámennan hóp

Björgvin Karl Guðmundsson er á leiðinni á enn eina heimsleikana.
Björgvin Karl Guðmundsson er á leiðinni á enn eina heimsleikana. Ljósmynd/Aðsend

Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í dag sæti á heimsleikunum í Crossfit með góðum árangri í undankeppnismóti í Berlín í Þýskalandi.

Björgvin endaði í áttunda sæti á mótinu í Berlín, en ellefu efstu keppendurnir tryggðu sér þátttökurétt á heimsleikunum.

Er Björgvin á leiðinni á tíundu heimsleikana í röð, en hann hefur keppt á stærsta sviðinu á hverju ári frá 2014. Aðeins tveir aðrir karlar hafa afrekað slíkt.

Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Bergrós Björnsdóttir og Breki Þórðarson keppa einnig á heimsleikunum, sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum frá 3. til 6. ágúst.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert