Fjórða og sjöunda sæti í 200 metrum

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á fleygiferð.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á fleygiferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem hafnaði í öðru sæti í 100 metra hlaupi á Copenhagen Athletic Games-mótinu í Kaupmannahöfn í kvöld, náði ekki sama flugi í 200 metra hlaupi í þriðja og síðasta hlaupi sínu í kvöld. 

Þar hafnaði hann í fjórða sæti á tímanum 21,56 sekúndur. Er það rúmlega hálfri sekúndu frá hans besta árangri í greininni.

Þá hafnaði ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í sjöunda sæti í 200 metra hlaupi á tímanum 24,32 sekúndur. Var hún tæpri hálfri sekúndu frá sínum besta tíma, 23,45 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert