Kolbeinn Höður Gunnarsson hafnaði í öðru sæti í úrslitahlaupinu í 100 metra hlaupi á Copenhagen Athletic Games í Kaupmannahöfn í kvöld.
FH-ingurinn kom í mark á 10,58 sekúndum og var 0,07 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hann deilir með Ara Braga Kárasyni.
Kolbeinn hljóp á 10,45 sekúndum í undanúrslitum, en í of miklum meðvind til að tíminn teljist sem Íslandsmet.
Bandaríkjamaðurinn Marvin Bracy fagnaði sigri í hlaupinu á 10,36 sekúndum.