Daníel Ingi Egilsson úr FH bar sigur úr býtum í langstökki á Copenhagen Athletic Games-mótinu í Kaupmannahöfn í dag.
Daníel stökk lengst 7,92 metra, sem er stór bæting á hans besta árangri og aðeins átta sentímetrum frá tæplega 30 ára gömlu Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar.
Fyrir keppnina í kvöld átti Daníel best 7,61 metra og bætti hann eigin árangur um 31 sentímetra. FH-ingurinn hefur verið á miklu flugi undanfarna mánuði og stórbætti hann á dögunum Íslandsmótið í þrístökki innanhúss.
Aníta Hinriksdóttir, sem er uppalinn hjá ÍR en keppir nú fyrir FH, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi er hún hljóp á 2:04,61 mínútum, sem er hennar besti tími á árinu. Hún á best 2,00,05 mínútur, sem er Íslandsmet.