Hefur allar forsendur til að ná langt

Elísabet Rut Rúnarsdóttir fagnar Íslandsmeti á bandaríska háskólameistaramótinu í Austin …
Elísabet Rut Rúnarsdóttir fagnar Íslandsmeti á bandaríska háskólameistaramótinu í Austin í Texas. Ljósmynd/TXST

„Með því að ná 67 metrum núna á Elísabet gríðarlega möguleika á næstu árum, og hefur allar forsendur til að ná langt,“ sagði Guðmundur Karlsson, besti sleggjukastari Íslands um árabil, síðan þjálfari og núverandi framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, við Morgunblaðið í gær.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR sló Íslandsmetið í sleggjukasti kvenna í fimmta skipti í fyrrakvöld þegar hún keppti á meistaramóti bandarísku háskólanna í Austin í Texas.

Elísabet kastaði þá sleggjunni 66,98 metra og endaði í sjöunda sæti af þeim 24 keppendum sem komust á lokamótið en aðeins þremur sentimetrum munaði að hún endaði í fimmta sæti.

Fjögur ár frá fyrsta meti

Þótt Elísabet sé aðeins 21 árs gömul eru fjögur ár frá því hún setti sitt fyrsta Íslandsmet í greininni. Það gerði hún í maí árið 2019 þegar hún kastaði 62,16 metra og bætti met Vigdísar Jónsdóttur um 39 sentimetra.

Vigdís náði metinu aftur með því að kasta 62,38 metra, og síðan 62,58 metra.

Elísabet hirti það af henni í annað sinn í apríl 2021 með því að kasta 64,39 metra og hefur nú bætt það þrisvar á tólf mánuðum.

Umfjöllunina um Elísabetu má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert