Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic er orðinn sigursælasti tennismaður heims á risamótum eftir sigur á Opna franska meistaramótinu í dag.
Djokovic hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik í dag, 7:6, 6:3 og 7:5. Sigurinn var sá 23. hjá Djokovic á risamóti.
Serbinn deildi metinu með Spánverjanum Rafael Nadal fyrir Opna franska, en þeir höfðu báðir fagnað sigri á 22 risamótum. Þar á eftir er Roger Federer með 20 sigra á slíkum mótum.