Þetta eru frægustu Íslendingarnir

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fremstu röð.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fremstu röð. Ljósmynd/Instagram

„Þessir íþróttamenn eru búnir að ná ótrúlegum árangri og hafa vakið heimsathygli. Þetta eru rosalega stór nöfn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þega rætt var um magnaðan árangur fremsta crossfit-fólks landsins.

Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður mbl.is og Morgunblaðsins, tók þá við og sagði stutta sögu um lestarferð í París, þar sem kom í ljós hve stór nöfn íslensku crossfit-konurnar væru.

„Ég var í lest í París fyrir nokkrum árum og maður frá Bandaríkjunum stoppaði mig og vildi vita hvaðan ég kæmi. Ég sagði honum það og það fyrsta sem kom upp í hugann hjá honum voru crossfit konurnar og Ólafía Þórunn. Þetta eru stjörnur,“ sagði hann.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert