Ísold Sævarsdóttir úr FH varð í gær Norðurlandameistari í sjöþraut stúlkna U18-ára í Borås í Svíþjóð.
Ísold hlaut alls 5277 stig í sjöþrautinni, sem er persónulegt met, og sigraði af miklu öryggi.
Árangur í einstaka greinum:
100 m grind | 14,82 sek. (-3,8) | 866 stig
Hástökk | 1,67 m pb. | 818 stig
Kúla | 11,40 m | 621 stig
200 m | 25,62 (-1,0) pb. | 831 stig
Langstökk | 5,59 (+3,7) | 726 stig
Spjót | 34,40 m | 560 stig
800 m | 2:17,71 | 855 stig