Keppnistreyjan sem kanadíska goðsögnin Wayne Gretzky klæddist í síðasta keppnisleik sínum hjá New York Rangers í bandarísku NHL-deildinni í íshokkí, var seld á uppboði fyrir tæplega 600.000 þúsund bandaríkjadali.
Gretzky lagði skautana á hilluna árið 1999 og var treyjan frá síðasta leik hans á ferlinum boðin upp á dögunum.
Lægsta tilboðið var 50.000 bandaríkjadalir og þegar 21 tilboð hafði borist var upphæðin komin upp í 595.933 dali. Reyndist það lokatilboðið.
Gretzky var einstakur leikmaður sem vann sér inn 2.857 stig í skoruðum mörkum og gefnum stoðsendingum á ferli sínum með Edmonton Oilers, Los Angeles Kings og New York Rangers í NHL-deildinni.
Enn þann dag í dag hefur enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar komist yfir 2.000 stig.