Veronica, Hólmfríður og Aðalsteinn sigruðu

Aðalsteinn Jens Loftsson (Ými) og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir (Brokey) í …
Aðalsteinn Jens Loftsson (Ými) og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir (Brokey) í harðri keppni á opnunarmóti siglinga á kænum. Ljósmynd/SÍL

Opnunarmót í siglingum kæna var haldið í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppt var í þremur flokkum og sigldar fjórar umferðir.

Það var hressilegur vindur og miklar öldur. Siglingafélagið Þytur í Hafnarfirði hélt mótið og keppendur voru 14.

Úrslit urðu þau að í Optimist-flokki sigraði Veronica Sif Ellertsdóttir en Saga Sól Pyykkönen varð í öðru sæti en þær eru báðar úr Þyt. Heimir Halldórsson úr Siglingafélagi Reykjavíkur - Brokey varð í þriðja sæti.

Í ILCA 6 flokki sigraði Hólmfríður Gunnarsdóttir en í öðru sæti varð Hrafnkell Stefán Hannesson, bæði úr Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey. Þriðja sætið hreppti Jóhannes Macrander úr Þyt.

Í opnum flokki kepptu tveir bátar. Þar sigraði Aðalsteinn Jens Loftsson úr Ými í Kópavogi á Aero 7 en í öðru sæti urðu þeir Gabríel Pétursson og Tómas Ingi Victorsson á Wayfarer.

Þrjú efstu sætin í flokki Opitimist: Veronica Sif Ellertsdóttir (Þyt) …
Þrjú efstu sætin í flokki Opitimist: Veronica Sif Ellertsdóttir (Þyt) í fyrsta sæti, Saga Sól Pyykkönen (Þyt) í öðru sæti og Heimir Halldórsson (Brokey) í þriðja sæti Ljósmynd/SÍL
Þrjú efstu sætin í ILCA 6 flokki. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir …
Þrjú efstu sætin í ILCA 6 flokki. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir (Brokey) í fyrsta sæti, Hrafnkell Stefán Hannesson (Brokey) í öðru sæti og Jóhannes Macrander (Þyt) í þriðja sæti. Ljósmynd/SÍL
Í opnum flokki sigraði Aðalsteinn Jens Loftsson (Ými) en í …
Í opnum flokki sigraði Aðalsteinn Jens Loftsson (Ými) en í öðru sæti urðu Gabríel Pétursson (Þyt) og Tómas Ingi Victorsson (Þyt). Ljósmynd/SÍL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert