Brons á Evrópumóti smáþjóða

Íslenska karlalandsliðið sem tók þátt í Evrópumóti smáþjóða um helgina.
Íslenska karlalandsliðið sem tók þátt í Evrópumóti smáþjóða um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska karlalandsliðið í blaki tók þátt í Evrópumóti smáþjóða um helgina en mótið fór fram í Edinborg, Skotlandi.

Ísland spilaði í B-riðli ásamt Írlandi og San Marínó. Í A-riðli spiluðu Skotar, Norður-Írland og Lúxemborg.

Í fyrsta leik mótsins tapaði Ísland naumlega fyrir San Marínó en strákarnir spiluðu vel í öðrum leiknum og unnu Íra, 3:0.

Í undanúrslitum mætti Ísland sterku liði Lúxemborg og tapaðist sá leikur. Framundan var því leikur um bronsverðlaun þar sem Ísland mætti San Marínó öðru sinni á mótinu. Strákarnir unnu sterkan sigur, 3:1, og komu heim með bronsverðlaun.

Miðjumaðurinn Hafsteinn Valdimarsson var að loknu móti valinn í úrvalslið mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert