Rafn Kumar Bonifacius, sem leikur með Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur, sigraði pabba sinn í úrslitaleik á Tennissambands 60-Víkingsmóti á Víkingsvellinum um helgina.
Rafn mætti Raj. K. Bonifacius, föður Rafns sem spilar með Víkingi, og vann sannfærandi sigur, 6:1 og 6:1.
Garima Nitinkumar Kalugade, úr Víkingi, vann Önnu Soffíu Grönholm, úr TFK, í úrslitum í kvennaflokki, 6:3 og 6:3.
í U12 barnaflokk vann Gerður Líf Stefánsdóttir, sem spilar í TFK, og í U10 vann Paula Marie Moreno Monsalve, úr Fjölni. Katrín Embla Júlíusdóttir, Víkingi, vann síðan Mini Tennis-mótið.