Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, sem keyrir fyrir Reb Bull, verður á ráspól í Montréal-kappakstrinum í Kanada í kvöld.
Verstappen tryggði sér ráspólinn með tímatökum í gær en þær lituðust nokkuð af vondu veðri. Þetta er í 25. sinn sem Hollendingurinn ræsir fyrstur en hann er langefstur í formúlunni í ár með 170 stig.
Annar á brautinni verður Spánverjinn Fernando Alonso, ökuþór Aston Martin. Þjóðverjinn Nicolas Hülkenberg náði næstbesta tíma gærdagsins en var færður niður um þrjú sæti vegna refsinga sem hann hlaut á brautinni. Það er svo ökuþórinn frækni Lewis Hamilton sem er þriðji.