Arnar Pétursson og Jenný Harðardóttir sigruðu í hálfmaraþoni í miðnæturhlaupi Suzuki sem haldið var í þrítugasta skipti í Laugardalnum í Reykjavík í gærkvöld.
Arnar var fljótastur allra karla á einni klukkustund, 10,30 mínútum. Í kvennaflokki var Jenný Harðardóttir fyrst í mark á einni klukkustund, 29,43 mínútum.
Í tíu kílómetra hlaupinu kom Íris Snorradóttir fyrst í mark í kvennaflokki á 38,37 mínútum, en Dusan Krstic frá Serbíu kom fyrstur í mark í karlaflokki á 33,52 mínútum.
Sigurður Ragnarsson var svo allra karla sneggstur í fimm kílómetra hlaupinu á 15,53 mínútum. Steinunn Lilja Pétursdóttir var fljótust kvenna á 20,11 mínútum.
Rúmlega 2.300 hlauparar lögðu af stað frá Engjavegi kl. 21 í gærkvöld. Af 2.305 skráðum þátttakendum voru 800 hlauparar frá 58 mismunandi löndum, flestir frá Bandaríkjunum og svo frá Bretlandi og Þýskalandi. Í hlaupið voru skráðar 1.315 konur,, 983 karlar, 5 kvár og tvö í ókyngreindum flokki, að því er segir í tilkynningu frá mótshaldara.