Tryggði sér silfrið og bætti eigið Íslandsmet

Jón Þór Sigurðsson glaðbeittur í dag.
Jón Þór Sigurðsson glaðbeittur í dag. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands

Jón Þór Sigurðsson tryggði sér í dag silfur í Evrópubikarkeppninni í 300 metra riffilskotfimi í Sviss og bætti um leið eigið Íslandsmet í greininni.

Keppt var í liggjandi stöðu með riffli þar sem skotið var af 300 metra færi.

Jón Þór bætti eigið Íslandsmet um eitt stig þegar hann skaut 596 + 34x tíur.

Jón Þór (t.v.) á verðlaunapalli í dag.
Jón Þór (t.v.) á verðlaunapalli í dag. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka