Katla Sif Ægisdóttir vann í 50 metra skriðsundi á Heimsleikum fatlaðra, Special Olympics, í Þýskalandi í gær.
Fyrir það hlaut Katla gullverðlaun en hún var í fyrsta sæti af sjö keppendum.
Heimsleikarnir standa nú yfir í Berlín í Þýskalandi en þeir hófust 17. júní og lýkur á morgun, 25. júní.