Vann gull á Heimsleikunum

Katla Sif Ægisdóttir, til hægri, ásamt Guðna forseta.
Katla Sif Ægisdóttir, til hægri, ásamt Guðna forseta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katla Sif Ægisdóttir vann í 50 metra skriðsundi á Heimsleikum fatlaðra, Special Olympics, í Þýskalandi í gær.

Fyrir það hlaut Katla gullverðlaun en hún var í fyrsta sæti af sjö keppendum. 

Heimsleikarnir standa nú yfir í Berlín í Þýskalandi en þeir hófust 17. júní og lýkur á morgun, 25. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka