Enn að keppa 66 árum seinna

Þorbergur Þórðarson og Sigurþór Hjörleifsson.
Þorbergur Þórðarson og Sigurþór Hjörleifsson. Ljósmynd/UMFÍ

Um þessar mundir fer fram Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi.

„Við byrjuðum að keppa hvor á móti öðrum á unglingsaldri, ég var sennilega fimmtán ára. Síðan þá eru liðin 66 ár og við erum enn að keppa, nú í gamlingjadútli,“ sagði Þorbergur Þórðarson, þátttakandi á mótinu, í samtali við heimasíðu sambandsins.

Hann keppti ásamt öðrum Borgfirðingum í boccía á föstudag. Einn mótherja hans var heimamaðurinn Sigurþór Hjörleifsson. Þorbergur er 85 ára gamall en Sigurþór áttræður.

„Við erum enn að!“ sagði Sigurþór.

Þorbergur keppti undir merkjum Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB, á frjálsíþróttamótum og hitti þar gjarna Sigurþór, en skipst var á að keppa í Borgarnesi og Stykkishólmi um margra ára skeið og hittust þeir félagar því oft. Sigurþór keppti undir merkjum Héraðssambands Snæfells og Hnappadalssýslu, HSH. 

Nú 66 árum síðar keppa þeir enn undir sömu merkjum.

Síðasti dagur mótsins er í dag. Keppni í pútti byrjaði snemma dags og næst tekur við keppni í körfubolta, þrír á þrjá. Mótinu lýkur svo með keppni í stígvélakasti eftir hádegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka