Í gærkvöld fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum. Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson stóðu uppi sem Íslandsmeistarar.
Í úrvals flokkum voru hjólaðir samtals 135 kílómetrar í karlaflokki og 118 km í kvennaflokki.
Ræst var í námunda við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum, veg 36 niður að vegi 35, til baka að Þingvöllum um vegi 350 og 360. Þegar komið var inn á Þingvelli aftur voru hjólaðir tveir hringir í kvennaflokki og þrír í karlaflokki réttsælis, sem vegir 36 og 361 mynda. Lokamarkið var svo á vegi 361, stuttu eftir Efrivallarvegs afleggjarann.
Í fyrsta skiptið var einnig keppt um sama titil í flokki handhjólara. Sigurvegari í þeim flokki var Arna Sigríður Albertsdóttir.
Úrslit kvöldsins í A-flokkunum voru þessi:
A-flokkur kvenna:
1. Hafdís Sigurðardóttir - 1989 Félag: HFA
2. Silja Jóhannesdóttir - 1988 Félag: HFA
3. Ágústa Edda Björnsdóttir - 1977 Félag: Tindur
A-flokkur karla:
1. Ingvar Ómarsson - 1989 Félag: Breiðablik
2. Kristinn Jónsson - 2000 Félag: HFR
3. Hafsteinn Ægir Geirsson - 1980 Félag: Tindur
U23 kvenna:
1. Bergdís Eva Sveinsdóttir - 2003 Félag: HFR
U23 karla:
1. Davíð Jónsson- 2004 Félag: HFR
2. Breki Gunnarsson - 2004 Félag: HFR
3. Þorbjörn Bragi Jónsson - 2001 Félag: Tindur
Handhjól
Elite flokkur kvenna:
1. Arna Sigríður Albertsdóttir - 1990 Félag: HFR