Katrín og Sigurður Íslandsmeistarar

Íslandsmeistararnir Sigurður Örn Ragnarsson og Katrín Pálsdóttir.
Íslandsmeistararnir Sigurður Örn Ragnarsson og Katrín Pálsdóttir. Ljósmynd/Þríþrautasamband Íslands

Katrín Pálsdóttir úr sundfélagi Hafnarfjarðar og Sigurður Örn Ragnarsson eru Íslandsmeistarar í ólympískri þríþraut sem fram fór í gær á Laugarvatni. 

Í þrautinni voru syntir tveir 750 metra hringir í Laugarvatni, hjólaðar tvær tuttugu kílómetra umferðir á Laugarvatnsvegi og að lokum hlaupið tvo 5 kílómetra utanvegahringi við Laugarvatn. 

Í kvennaflokki vann Katrín Pálsdóttir en hún kom í mark á tímanum 2:29:24 klukkustundir, en með því varði hún titil sinn frá því í fyrra. Næst í mark kom Ewa Przybyla úr Breiðabliki á tímanum 2:36:34 klukkustundir. Sara Árnadóttir úr Sundfélaginu Ægi var svo þriðja á tímanum 2:37:47 klukkustundir. 

Í karlaflokki vann Sigurður Örn Ragnarsson en hann kom í mark á tímanum 2:01:9 klukkustundir, en þetta var sjötta skiptið í röð sem Sigurður verður Íslandsmeistari í Ólympískri þríþraut.  

Bjarni Jakob Gunnarsson kom annar í mark á tímanum 2:8:41 klukkustundir. Arkadiusz Przybyla var svo þriðji á tímanum 2:15:7 klukkustundir. 

Í stigakeppni félaga sigraði Sundfélagið Ægir, Breiðablik varð í 2. sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í 3. sæti. 

Þetta var jafnframt 11. árið í röð þar sem keppt í þríþraut á Laugarvatni.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka