Vann til gullverðlauna á heimsleikunum

Benjamín Lúkas Snorrason náði mögnuðum árangri á heimsleikunum.
Benjamín Lúkas Snorrason náði mögnuðum árangri á heimsleikunum. Ljósmynd/Hvati

Sundmaðurinn Benjamín Lúkas Snorrason úr ÍFR gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í 50 metra skriðsundi fatlaðra á heimsleikum Special Olympics í Berlín í Þýskalandi um helgina.

Benjamín Lúkas kom fyrstur að bakkanum á 44,20 sekúndum og var rúmri sekúndu á undan næsta manni, Frakkanum Alexis Dupont sem krækti í silfur með því að koma í mark á 45,29 sekúndum.

Alls mættust sjö sundkappar í úrslitum 50 metra skriðsunds.

Benjamín Lúkas tók þátt í fleiri greinum en hann hafnaði í fjórða sæti af sex keppendum í 50 metra bringusundi á tímanum 47,60 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka