Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Arndís Diljá Óskarsdóttir náðu í síðustu viku lágmörkum fyrir Evrópumót U23 ára og U20 ára í frjálsíþróttum.
Þær kepptu báðar með landsliði Íslands í Evrópubikarkeppninni í Póllandi. Guöbjörg Jóna hljóp þar 100 metra á 11,70 sekúndum og náði lágmarki fyrir Evrópumót U23 ára en hún hafði áður náð lágmarki í 200 metra hlaupi fyrir mótið.
Arndís Diljá náði lágmarki í spjótkasti fyrir EM U20 ára en hún kastaði 48,57 metra sem er hennar besti árangur í greininni.
Evrópumót U23 ára fer fram í Finnlandi 13.-16. júlí en Evrópumót U20 ára fer fram í Ísrael 7.-10. ágúst.