Söfnun Körfuknattleikssambands Íslands fyrir yngri landslið sambandsins, Þinn styrkur – Þeirra styrkur, skilaði 700 þúsund krónum. Áætlaður heildarkostnaður vegna þátttöku yngri landsliða í mótum er um 80 milljónir og bera leikmenn og fjölskyldur þeirra um 45 til 50 milljónir af þeim kostnaði persónulega.
„Við vitum að það láta ekki allir vita ef það er ekki peningur til á heimilinu,“ segir Guðbjörg Norðfjörð, formaður KKÍ, en hún segir sambandið gera allt sem í sínu valdi stendur til að láta fjárhagslegan bakgrunn leikmanna ekki hamla þátttöku þeirra í yngri landsliðunum.
Guðbjörg segir forvarnagildið sem felst í íþróttaþátttöku ungmenna gríðarlega mikið. Það borgi sig fyrir stjórnvöld að fjárfesta í íþróttastarfi barna, sem skili sér til samfélagsins.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.