Ísold Sævarsdóttir úr FH bætti um helgina þrettán ára gamalt aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi á alþjóðlega mótinu Bauhaus Juniorengala sem fram fór í Mannheim í Þýskalandi.
Ísold bætti metið í flokki U18 ára þegar hún hljóp á 61,07 sekúndum en fyrra metið átti Stefanía Valdimarsdóttir, 61,33 sekúndur.
Þar með á Ísold ellefta besta árangur Íslendings í greininni en Íslandsmet fullorðinna á Guðrún Arnardóttir sem hljóp á 54,37 sekúndum árið 2000.