Áhorfendur á Ólympíuleikunum í París sem fram fara næsta sumar munu ekki geta keypt áfenga drykki á leikvöngum sem keppt verður á á leikunum.
Það er breski miðillinn Guardian sem greinir frá þessu en skipuleggjandur leikanna ákváðu að sækja ekki um undanþágu hjá frönskum stjórnvöldum vegna áfengissölu.
Þeir áhorfendur, sem kaupa svokallaða VIP-miða, munu hins vegar geta gætt sér á áfengum drykkjum á viðburðum leikanna að því er fram kemur í frétt Guardian.