Guðrún sjötta og bíður eftir seinni hópi

Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir.
Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir. mbl.is/Hákon Pálsson

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er í sjötta sæti þegar fyrri hópurinn hefur lokið undankeppni í sleggjukasti kvenna á Evrópumóti U23 ára í frjálsíþróttum sem hófst í Espoo í Finnlandi í morgun.

Guðrún kastaði 62,21 metra í öðru kasti sínu, sem var hennar besta, en hún var rúmum þremur metrum frá sínu besta sem er 65,42 metrar.

Ellefu keppendur voru í fyrri hópnum og tvær þær efstu eru komnar í úrslit en hinar þurfa að bíða eftir niðurstöðu úr seinni hópnum sem hefur keppni klukkan 7.50. Í þeim hópi er Íslandsmethafinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir.

Tólf bestu keppa til úrslita þannig að möguleikar Guðrúnar á að vera í þeim hópi eru þokkalegir.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir á eftir í undanrásum í 100 metra hlaupi kvenna en þessar þrjár eru fulltrúar Íslands á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert