Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lauk keppni í 200 metra hlaupi á Evrópumóti U23 ára í frjálsíþróttum í Espoo í Finnlandi í morgun. Hún lenti í 7. sæti í hennar riðli.
Hún hljóp á 24,19 sekúndum í undanriðlinum sem er langt frá hennar besta tíma. Hún á Íslandsmetið sem er 23,45 sekúndur og besti tími hennar á árinu er 23,98. Besti tími hennar á árinu hefði ekki dugað til að koma henni upp úr sterka riðlinum.
Hún keppti einnig í 100 metra hlaupi á dögunum en komst heldur ekki upp úr riðlinum þar.