Stórt óhapp í Tour de France

Myndavélar voru ekki á þessum þáttakendum þegar slysið gerðist en …
Myndavélar voru ekki á þessum þáttakendum þegar slysið gerðist en færðist snögglega á þá. Ljósmynd/Tour de France

Nokkrir þurftu að draga sig úr keppni og margir þurftu læknisskoðun þegar stórt slys var í Tour de France hjólreiðakeppninni. Stöðva þurfti keppnina í hálftíma vegna slysins.

James Shaw, Romain Bardet og Esteban Chaves eru meðal þeirra sem þurftu að draga sig úr keppni. Aðeins nokkrir kílómetrar voru búnir af 14. stigi keppninnar þegar slysið átti sér stað. Nánast öll lið mótsins áttu þátttakendur sem lentu í slysinu.

Hægt er að fylgjast nánar með keppninni á Twitter síðu Tour de France.

 Mótið hófst 1. júlí og klárast 23. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert