Nokkrir þurftu að draga sig úr keppni og margir þurftu læknisskoðun þegar stórt slys var í Tour de France hjólreiðakeppninni. Stöðva þurfti keppnina í hálftíma vegna slysins.
James Shaw, Romain Bardet og Esteban Chaves eru meðal þeirra sem þurftu að draga sig úr keppni. Aðeins nokkrir kílómetrar voru búnir af 14. stigi keppninnar þegar slysið átti sér stað. Nánast öll lið mótsins áttu þátttakendur sem lentu í slysinu.
Hægt er að fylgjast nánar með keppninni á Twitter síðu Tour de France.
💥Huge crash at the back of the peloton. The race is neutralized
— Tour de France™ (@LeTour) July 15, 2023
💥Grosse chute à l'arrière du peloton. La course est neutralisée#TDF2023 pic.twitter.com/nVWVUga0N9
Mótið hófst 1. júlí og klárast 23. júlí.