Alcaraz skellti Djokovic

Carlos Alcaraz í leiknum gegn Novak Djokovic.
Carlos Alcaraz í leiknum gegn Novak Djokovic. AFP/Adrian Dennis

Spánverjinn  Carlos Alcaraz vann Wimbledon tennismótið í æsispennandi úrslitaleik sem fór  1-6 7-6 (8-6) 6-1 3-6 6-4 í London í dag. Hann mætti  sjöfalda Wimbledon meistaranum Novak Djokovic í úrslitaleiknum.

Djokovic vann fyrsta settið en Alcaraz tók næstu tvö og leit út fyrir að vera gríðarlega öruggur. Djokovic náði þó að koma leiknum í fimm sett með sigri í fjórða.

Djokovic hefur mikla reynslu og hefur áður unnið mótið í fimmta setti og var talin líklegri til að vinna ef þetta færi svo langt.

Hann var hinsvegar bálreiður þegar Alcaraz komst yfir í 3:1, braut spaðann sinn, beyglaði stöngina sem heldur netinu og virtist hafa meitt sig smá í úlnliðinum. Hann vann þó næsta stig og komst í 3:2. Alcaraz vann svo næstu tvö stig og staðan 5:3. Djokovic náði að klóra í bakkann og komst í 5:4 en Alcaraz vann næstu tvö stig og þar með mótið.

Alcaraz er aðeins 20 ára og Djokovic varð atvinnumaður sama ár og Alcaraz fæddist. Þetta var aðeins 18. leikur Alcaraz á grasvelli og hann er sá yngsti til þess að vinna mótið síðan Boris Becker árið 1986.

Þetta var annar titill Alcaraz á ferlinum en hann vann Opna bandaríska mótið 2022.

Djokovic gat slegið þónokkur met með sigri, hann á metið um flest stórmót unnin í einliðaleik karlamegin, en gat jafnað met Margaret Court, 24. Hann deilir nú öðru sætinu með Serenu Williams en þau hafa bæði unnið 23 stórmót.

Hann hefði einnig jafnað met Roger Federer um átta Wimbledon titla og jafnað metið sem Federer deilir með Birni Borg að vinna fimm Wimbledon mót í röð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert