Vann tvenn bronsverðlaun í Rúmeníu

Erla Ágústsdóttir.
Erla Ágústsdóttir. Ljósmynd/LFÍ

Erla Ágústsdóttir vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumóti U23 ára í ólympískum lyftingum í Búkarest í Rúmeníu í dag. 

Erla hafnaði í þriðja sæti í +87 flokki kvenna í jafnhendingu og í fjórða sæti í snörun. Í samanlögðum árangri hafnaði hún þá einnig í þriðja sæti. 

Í jafnhendingunni lyfti Erla mest 113 kílógrömmum sem jafnar hennar besta árangur. Reyndi hún við 115 kílóin en náði ekki alla leið.

Í snörun náði hún mest 88 kílóum, aðeins einu kílói minna en Luiza Sahradyan frá Armeníu í þriðja sæti. Erna náði öruggri 88 kg lyftu til að byrja með en þegar hún reyndi sig við 92 kílóin, sem er jafnframt hennar besti árangur, missti hún stöngina yfir sig. 

Sahrah Fischer frá Austurríki vann flokkinn mjög örugglega með 240 kg samanlagt og Meri Tumasyan frá Armeníu var í öðru sæti með 208 kg samanlagt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert